Skilmálar Deit.is


Allir notendur verða að samþykkja notkunarskilmála okkar.

1. Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf. er eigandi Deit.is Þegar talað er um Deit.is í skilmálum
þessum er átt við stjórnendur vefsins.

2. Deit.is er stefnumótavefur fyrir fólk sem vill finna sér vin eða lífsförunaut. Með ákveðinni
aðferðafræði parar Deit.is saman einstaklinga. Hægt er leitað á marga vegu. Með einfaldri leit
og með ítarlegri leit.

3. Ekki er leyfilegt að nota vefinn til að auglýsa eftir skyndikynnum.

4. Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu efni sem hann birtir á vefnum og öllum skilaboðum
sem hann sendir.
Myndir og annað efni á prófíl skal vera siðsamlegt og ekki særa blygðunarkennd annarra
notenda. Notendum ber að sýna hvor öðrum virðingu og tillitssemi í öllum samskiptum.
Myndbirtingar eru val hvers og eins notanda, en til þess að deitið virki, þá er nauðsynlegt að
hafa andlitsmynd í prófíl. Andlitsmynd verður að sýna skýrt andlit notanda. Myndin verður
að vera af notandanum og má ekki sýna annað fólk. Nektarmyndir eru með öllu bannaðar.
Ekki er leyfilegt að gefa upp símanúmer, netfang eða heimilisfang í upplýsingatexta um
notanda. Þessar upplýsingar má senda í einkaskilaboðum. Deit.is getur ekki undir neinum
kringumstæðum borið ábyrgð á orðum eða athöfnum notenda.
Stjórnendur hafa ekki aðgang að einkaskilaboðum milli notenda og bera enga ábyrgð á
samskiptum milli notenda.

5. Einstaklingum undir 18 ára aldri er óheimill aðgangur að Deit.is Stranglega bannað er að villa
á sér heimildir með því að gefa upp annað kyn eða fæðingardag við skráningu.

6. Kaup og sala á efni eða þjónustu, sem íslensk löggjöf bannar, er ekki leyfileg á vefnum. Deit.is
áskilur sér rétt til að loka á notendur sem verða uppvísir að því. Komi upp lögreglurannsókn
hefur Deit.is heimild til að aðstoða yfirvöld og afhenda þeim þau gögn sem óskað er eftir, þar
á meðal ip-tölu notenda sem er vistuð við hverja heimsókn. Að öðru leyti mun Deit.is ekki
undir neinum kringumstæðum afhenda þriðja aðila notendaupplýsingar.

7. Deit.is áskilur sér rétt til að grípa inn í og loka á notendur t.d. vegna misnotkunar eða
kvartana undan stöðugu áreiti eða óþægindum. Notendur geta tilkynnt aðra notendur fyrir
ósæmilega hegðun með þar til gerðum hnappi á síðunni [Tilkynna notanda].
Hnappurinn er staðsettur á prófíl hvers notanda, undir „fleiri valkostir“
Deit.is áskilur sér rétt til þess að loka aðgangi brotlega aðilans.

8. Notandi þarf að vera áskrifandi að síðunni til þess að nýta sér þjónustu Deit.is.
Áskriftargjald er innheimt sjálfkrafa mánaðarlega, af greiðslukorti notenda. Ef notandi vill
ekki endurnýja áskrift fyrir næsta tímabil, þarf hann að segja upp áskriftinni áður en næsta
greiðslutímabil hefst. Lokast þá aðgangurinn sjálfkrafa.

9. Deit.is geymir allar upplýsingar sem settar eru inn á vefinn ásamt IP-tölu. Einnig eru netföng
notenda geymd af öryggisástæðum. Þá áskilur Deit.is sér rétt til að eyða öllum upplýsingum
úr gagnagrunni síðunnar án fyrirvara.

10. Deit.is áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta þessum skilmálum án fyrirvara.